1 4

TEMPS DANSE ADDA YOGA JUMPSUIT - NOIR

TEMPS DANSE ADDA YOGA JUMPSUIT - NOIR

11.900 ISK
11.900 ISK
Uppselt
Stærð

Adda Yoga Jumspuit er ermalaus samfestingur sem hlotið hefur mikið lof viðskiptavina. Klæðilegheitin felast í strúktúruðu sniði með opnu baki, fínlegum rufflum við hálsmálið og brjóstapúðum sem þó má taka út eftir hentisemi. Efnið þornar hratt og heldur þannig líkamslykt í lágmarki, enda flíkinni ætlað að virka sem valkostur eftir æfingu ef ekki gefst tími til fataskipta.

Nánar um vöruna:

  • Teygjanlegt efni sem endist og liturinn heldur sér í gegnum tímans rás. Ath. að allar vörur Temps Danse eru lausar við asóbensen-litarefni.
  • Viskós gerir samfestinginn ofurmjúkan og þægilegan í notkun.
  • Flíkin er saumuð úr Livaeco-trefjum, vistvænni tegund af viskósi, sem styður við varðveislu vatnsbóla og skógarsvæða. Efnið er með FSC®-umhverfisvottun, brotnar niður lífrænt á stuttum tíma og dregur úr kolefnislosun.

 

Temps Danse er franskt vörumerki sem sérhæfir sig í fatnaði fyrir dansara og jógaiðkendur á mismunandi stigum. Fyrirtækið leggur ríka áherslau á gæðastaðla, bæði þegar kemur að efni og hönnun. Að auki hefur Temps Danse sett sér umhverfismarkmið við framleiðslu og hönnum, sem meðal annars er náð með því að nota efni úr plöntum og endurunnin klæði frá meginlandi Evrópu.