1 3

MANDUKA SEQUENCE JACKET - BLOOM

MANDUKA SEQUENCE JACKET - BLOOM

15.900 ISK
15.900 ISK
Uppselt
Stærð

Sequence Jacket er rennd peysa sem ætlað er að hafa alla kosti lúxusflíkur, samhliða þeim eiginleikum sem gera æfingafatnað Manduka vinsælan. Einkum má nefna hve vel efnið andar og þar bætir um betur sérstök saumavinna í handarkrikunum sem hámarkar loftflæði.

Mittishæðin er rétt fyrir neðan nafla og skapar ásýnd grennra miðsvæðið. Göt fyrir þumalfingur auka á þægindi notandans sem ekki þarf að hafa hugann við ermarnar. Loks eru vasar, bæði renndir að framan og opnir undir faldinum, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af persónulegum munum meðan á æfingu stendur.

Nánar um vöruna:

  • Efnið er þétt en eigi að síður afar teygjanlegt og heimilar frjálsa hreyfingu án óþæginda, svo og án þess að slakað sé á kröfum um endingarþol fíkurinnar.
  • Einnig þorfnar efnið hratt og heldur þannig svitalykt í skefjum.
  • Búið til úr endurunnu plasti og öðrum efnum sem fengið hafa umhverfisvottun frá OEKO-tex.

 

Manduka hefur í fimmtán ár verið leiðandi við þróun jógabúnaðar en dýnurnar þeirra þykja af mörgum fremstar sinnar tegundar í heiminum. Fyrirtækið var sett á stofn með minnkun umhverfisfótspors textílgeirans að markmiði, einkum þess sem framleiðsla íþróttavarnings skilur eftir sig. Hönnunin er hliðholl rótum sínum, með áherslu á jógaiðkun, og útkoman er sú að notandi vörunnar nær hámarksvirkni við hverja hreyfingu. Gæfumuninn gerir að sérhver vara eru hönnuð af reynslumiklum jógum sem láta sig varða mýkt og sveigjanleika efnisins. Næmleiki þeirra á þarfir iðkandans greinir Manduka frá öðrum vörumerkjum svo ekki verður um villst.