MANDUKA RESTORATVIE ROUND YOGA MAT (3MM) - BLEIK OG RAUÐ
MANDUKA RESTORATVIE ROUND YOGA MAT (3MM) - BLEIK OG RAUÐ
Manduka hefur í fimmtán ár verið leiðandi við þróun jógabúnaðar og eru jógadýnurnar þar fremstar í flokki, enda vinsælastar meðal jógakennara á heimsvísu. Restorative Round Yoga Mat er hringlaga dýna sem veitir notandanum frelsi til að hreyfa sig í allar áttir og heimilar hindranalaust flæði í gegnum sérhverja jógaæfingu. Hún bætir líkamsstöðu og jafnvægi jógaiðkandans, og tryggir stöðugleika á hvaða yfirborði sem er.
Fyrirtækið var sett á stofn með minnkun umhverfisfótspors textílgeirans að markmiði, einkum þess sem framleiðsla íþróttavarnings skilur eftir sig. Botninn á jógadýnunni er gerður úr trjágúmmíefni (Manduka eko®) en efra lagið er búið til úr ofurgleypnum örtrefjum sem gefa því eiginleika handklæðis (Manduka equa®). Ath. að gripið eykst eftir því sem dýnan verður þvalari og því óhætt að úða á hana vatni til að virkja viðnámstæknina.
Nánar um vöruna:
- Jógadýnan er 150cm í þvermál og 3mm að þykkt. Hún vegur 3,2kg.
- Fallegar teikningar á dýnunni gefa kost á að hafa hana til skrauts á heimili jógaiðkandans.
- Hentar vel á ferðalagi, við sjóströnd eða sundlaugarbakka, enda rakasækið efni og auðvelt að pakka dýnunni niður.
- Handgerð úr náttúrulegum efnum sem ætlað er að endast ævilangt og auðvelt er að þrífa.