1 4

YOGA DEMOCRACY OM TANK - FESTIVAL DENIM

YOGA DEMOCRACY OM TANK - FESTIVAL DENIM

7.900 ISK
7.900 ISK
Uppselt
Stærð

Om Tank er toppur sem unnt er að nota einan sér - eða yfir íþróttahaldara fyrir þær konur sem vilja frekari stuðning innanklæða. Flíkin hefur þægindi í fyrirrúmi  sem gerir notanda kleift að hreyfa sig frjálslega. Hún er stutt að neðan og passar við mittisháar buxur Yoga Democracy, en að auki þjóna smáatriði í sniðinu því hlutverki að veita stuðning og lyftingu á réttum stöðum.

„Festival Denim“-mynstrið leiðir saman andstæður; grunnurinn líkir eftir dökkbláum lit klassískra gallabuxna sem aldrei taka breytingum, en toppurinn skartar að auki myndum af plöntum úr mismunandi vistkerfum sem eru hluti af stöðugri hringrás.

Nánar um vöruna:

  • Búin til úr plastílátum, sem ella hefðu endað líf sitt á ruslahaug í hafinu.
  • Tækni sem hrindir frá svita í tveimur skrefum, þ.e. 1) dregur raka að ytra lagi flíkurinnar og 2) stuðlar að hraðri uppgufun áður en svitanum gefst færi á að setjast í efnið.
  • Ennfremur er tæknin bakteríudrepandi sem minnkar hættu á að sviti lykti.
  • Léttleika efnisins ætlað að halda húðinni svalri í gegnum erfiðustu æfingar.
  • Teygjanleg án þess að efnið missi þann þéttleika sem varan státar af og gerir hana jafn endingargóða og raun ber vitni.
  • Litunarferli án eiturefna tryggir að mynstrið haldist samhliða langvarandi notkun.Yoga Democracy hefur breytt markaðnum fyrir sjálfbæran íþróttafatnað með framúrstefnulegri hönnun, sem sækir innblástur í kjarnahugsjónir jógans um flæði milli umheimsins og innra sálarlífs iðkenda. Fyrirtækið endurvinnur hágæða plast, sem kemur úr drykkjarílátum og veiðinetum, og nýtir allt efnið sem úr því verður en hendir engu. Efnið er síðan litað með aðferð sem ekki þarfnast vatns og verndar þannig viðkvæmar auðlindir jarðarinnar. Framleiðslan á sér stað í heimabæ stofnenda Yoga Democracy í Arizona-fylki Bandaríkjanna og saumaferli hverrar flíkur hefst í höndum sömu manneskjunnar sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun. Loks rennur hluti söluágóðans til hinna ýmsu samtaka sem stuðla að bættum heimi fyrir fólk, dýr og umhverfið - í samræmi við æðri tilgang jógalífsins.