MICA DECORATIONS SCENTED CANDLE (LARGE) - WOOD FIRE
MICA DECORATIONS SCENTED CANDLE (LARGE) - WOOD FIRE
Mica Decorations hannar vandaða og nýstárlega innanhúsmuni, með það að leiðarljósi að heimilið er griðarstaður sem á að þjóna þörfum þeirra sem þar búa. Fyrirtækið vinnur með náttúruleg efni sem gjarnan eru endurnýtt í þágu umhverfisins. Í vöruúrvalinu má auðveldlega greina margvísleg þemu jógalífstílsins - svo sem flæðandi form, friðsæl smáatriði og lifandi plöntur.
Lyktnæmi er öflugt skilningarvit og ilmkertin frá Mica Decorations gera þér kleift að setja andrúmsloftið á heimilinu eftir eigin höfði. Ilmkerti slá tvær flugur í einu höggi, því þau veita notalega birtu og hreinsa loftið með góðri lykt. Kveikirinn er úr viði, sem er sjálfbærari kostur en bómull, auk þess sem kertið brennur eins og varðeldur á sumarkvöldi. Loks skemmir ekki fyrir hvað glerkrukkan með viðarlokinu er falleg til sýnis.
Ilmurinn Wood Fire er jarðbundinn en einnig sætur.
- Top Note: Citrus, Strawberry Leaf and Rosemary
- Heart Note: Clover Leaf, Cedar and Cinnamon
- Base Note: Sandalwood, Patchouli and Vanilla
Kertið er 12cm á hæð og 12cm á lengd. Brennslutími er að minnsta kosti 120 klukkustundir.