MANDUKA x Spiritual Gangster HAREM PANTS
MANDUKA x Spiritual Gangster HAREM PANTS
Harem Pants eru afurð samstarfsverkefnis Manduka með fatamerkinu Spiritual Gangster. Buxurnar eru úr ákaflega mjúku efni sem andar vel og flæðir í afslappaðri hönnun. Það er teygja um mittið og neðst á hvorri skálm, sem tryggir strúktúr og veitir stuðning án þess að hamla hreyfingu.
Manduka hefur í fimmtán ár verið leiðandi við þróun jógabúnaðar en dýnurnar þeirra þykja af mörgum fremstar sinnar tegundar í heiminum. Hönnunin er hliðholl rótum sínum, með áherslu á jógaiðkun, og útkoman er sú að notandi vörunnar nær hámarksvirkni við hverja hreyfingu. Gæfumuninn gerir að sérhver vara eru hönnuð af reynslumiklum jógum sem láta sig varða mýkt og sveigjanleika efnisins. Næmleiki þeirra á þarfir iðkandans greinir Manduka frá öðrum vörumerkjum svo ekki verður um villst.
Fyrirtækið var sett á stofn með minnkun umhverfisfótspors textílgeirans að markmiði, einkum þess sem framleiðsla íþróttavarnings skilur eftir sig. Allur fatnaður frá Manduka er búinn til úr endurunnu plasti í bland við sjálfbær efni sem fengist hafa úr náttúrunni með samfélagslega ábyrgum hætti. Spiritual Gangster gefur söluágóða sinn til mannúðarsamtaka sem vinna að upprætingu hungurs í heiminum.