1 3

MANDUKA LIFT AND ALIGN TANK - BLACK

MANDUKA LIFT AND ALIGN TANK - BLACK

6.300 ISK
6.300 ISK
Uppselt
Verð með vsk.
Stærð

Lift and Align Tank topparnir frá Manduka eru hannaðir með hámarksöndun efnisins í fyrirrúmi og þeir virka því fyrir heitustu salina og sveittustu æfingarnar. Mittishæðin er rétt fyrir neðan nafla og skapar þá ásýnd að miðsvæðið sé grennra en aðrir líkamshlutar, án þess þó að hamla hreyfingar notandans.

Nánar um vöruna:

  • Tæknin sem gerir efninu kleift að anda og húðinni að kæla sig er nýtt til fullnustu með því að slípa yfirborðið, en sú framkvæmd gefur flíkinni enn meiri mýkt í sjón og við snertingu.
  • Efnið þornar jafnframt hratt og heldur svitalykt í skefjum.
  • Búin til úr endurunnu plasti. 

 

Manduka hefur í fimmtán ár veri leiðandi við þróun jógabúnaðar en dýnurnar þeirra þykja af mörgum fremstar sinnar tegundar í heiminum. Hönnunin er hliðholl rótum sínum, með áherslu á jógaiðkun, og útkoman er sú að notandi vörunnar nær hámarksvirkni við hverja hreyfingu. Gæfumuninn gerir að sérhver vara eru hönnuð af reynslumiklum jógum sem láta sig varða mýkt og sveigjanleika efnisins. Næmleiki þeirra á þarfir iðkandans greinir Manduka frá öðrum vörumerkjum svo ekki verður um villst.

Fyrirtækið var sett á stofn með minnkun umhverfisfótspors textílgeirans að markmiði, einkum þess sem framleiðsla íþróttavarnings skilur eftir sig. Allur fatnaður frá Manduka er búinn til úr endurunnu plasti í bland við sjálfbær efni sem fengist hafa úr náttúrunni með samfélagslega ábyrgum hætti.