1 5

MANDUKA ESSENCE LEGGINGS - LAUREL WREATH

MANDUKA ESSENCE LEGGINGS - LAUREL WREATH

11.500 ISK
11.500 ISK
Uppselt
Stærð

Essence Leggings eru hluti af kjarnalínu Manduka úr sérstaklega mjúku efni. Mittishæðin skapar þægilegt aðhald og mótar magasvæðið, enda flíkin gagngert hönnuð til þess að veita stuðning og fylgja eftir hreyfingum jógaiðkandans - í stað þess að halda aftur af honum. Loks er að finna stóran vasa aftan á buxunum svo ekki þarf að hafa áhyggjur af farsíma, skápalyklum eða öðrum eigum meðan á æfingu stendur.

Nánar um vöruna:

  • Tækni sem tryggir mestu mögulegu rakastjórnun og heldur svitalykt í skefjum, auk þess að hafa kælandi áhrif á húðina.
  • Yfirborðið er slípað og þar af leiðandi ofurmjúkt viðkomu.
  • Búin til úr endurunnu plasti, lífrænni bómull og plöntuefnum.


Manduka hefur í fimmtán ár verið leiðandi við þróun jógabúnaðar en dýnurnar þeirra þykja af mörgum fremstar sinnar tegundar í heiminum. Hönnunin er hliðholl rótum sínum, með áherslu á jógaiðkun, og útkoman er sú að notandi vörunnar nær hámarksvirkni við hverja hreyfingu. Gæfumuninn gerir að sérhver vara eru hönnuð af reynslumiklum jógum sem láta sig varða mýkt og sveigjanleika efnisins. Næmleiki þeirra á þarfir iðkandans greinir Manduka frá öðrum vörumerkjum svo ekki verður um villst.

Fyrirtækið var sett á stofn með minnkun umhverfisfótspors textílgeirans að markmiði, einkum þess sem framleiðsla íþróttavarnings skilur eftir sig. Allur fatnaður frá Manduka er búinn til úr endurunnu plasti í bland við sjálfbær efni sem fengist hafa úr náttúrunni með samfélagslega ábyrgum hætti.